16.04.1924
Neðri deild: 52. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2240 í B-deild Alþingistíðinda. (1646)

109. mál, skattgreiðslu hf Eimskipafélags Íslands

Frsm minni hl. (Jón Baldvinsson):

Jeg verð enn að vísa til þess, sem jeg sagði við 2. umr. málsins, að það er ómögulegt annað en að taka við útsvarsálagningu tillit til þess gróða, sem sýndur er á reikningum fjelagsins, hvað svo sem aðalfundur gerir við þann gróða eða hvernig sem hann ráðstafar fjenu. Frekar þarf jeg ekki að fara út í það nú, því jeg gerði það ýtarlega við 2. umr.