26.04.1924
Efri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2312 í B-deild Alþingistíðinda. (1726)

84. mál, aukaútsvör ríkisstofnana

Jónas Jónsson:

Jeg hefi skrifað undir nál. með fyrirvara. Þó að jeg ynni það til samkomulags að ganga inn á skattinn, þá álít jeg hann of háan. Álít jeg, að rjettara væri í þessu efni að halda sjer við það, sem viðurkent er í öðrum löndum, sem sje það, að ríkið eigi að vera laust við slíka skatta. En af því að sú skoðun á fáa stuðningsmenn hjer á þingi, þá hefi jeg tekið þann kostinn að fylgjast með nefndinni um málið, þó að mjer hinsvegar finnist Reykjavík sjerstaklega ágeng í þessu efni. Sjerstaklega þegar þess er gætt, að þeir borgarar landsins, sem mest gjaldþol hafa, gera alt, sem þeir geta, til þess að skjóta eignum sínum undan opinberum sköttum. Væri rjettara að sjá svo um, að menn þessir kæmust ekki undan að greiða slíka skatta, í stað þess, eins og hjer er verið að gera, að reita landssjóð tekjum hans.