20.03.1924
Neðri deild: 28. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 159 í C-deild Alþingistíðinda. (1879)

82. mál, samvinnufélög

Tryggvi Þórhallsson:

Aðeins örstutt aths. út af orðum hv. þm. Ak. (BL), sem sannast að segja urðu mjer vonbrigði. Það eina, sem gaf mjer ástæðu til þess að mótmæla, var það, að hann sagði, að samvinnufjelögin hefðu ekki reynst bændum vel. Til þess að gera sjer grein fyrir þessu, þarf maður að setja sjer fyrir sjónir, hvernig bændur væru nú staddir, ef ekki hefðu verið samvinnufjelögin. Jeg hefi oft rætt um það atriði við menn, og við höfum gert okkur mjög ljósa hugmynd um ástandið. Það er engum vafa bundið, að nú væri ákaflega ömurlegt umhorfs hjer á landi, ef bændur hefðu á stríðsárunum verið ofurseldir kaupmönnunum. Jeg vil ekki fara út í þær ömurlegu myndir af því ástandi, sem nú ríkti, ef kaupmannavaldið hefði ráðið hjer þau erfiðu ár, þó jeg gæti það vel. Jeg vil ekki misbeita leyfi hæstv. forseta eins og sumir aðrir hafa hjer gert, til þess að fara langt út fyrir það mál, sem fyrir liggur.