08.03.1924
Efri deild: 14. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 200 í C-deild Alþingistíðinda. (1895)

65. mál, Alþingistíðindi, niðurfelling umræðuparts

Flm. (Jón Magnússon):

Jeg hefi tæplega löngun til að karpa meira um þetta mál nú. En vil taka það fram, að það er upplýst, að það eru ósannindi, sem stóð í Tímanum, að föst laun Claessens bankastjóra væru 40 þús. krónur. Eru þau ekki nema 20 þús. En það skaðar ríkissjóð ekkert, hve há sem þau eru, því að þau eru greidd af bankanum, en ekki landsfje, eins og laun bankastjóra Landsbankans.

Hvað snertir gróðann af áfengissölunni, þá tók jeg það fram, að hann hefði verið áætlaður 800 eða 600 þús. kr. Það er því sama upphæð, sem háttv. þm. vildi kasta út árlega til útgjalda, er ekki voru óhjákvæmileg, eins og hann er altaf að liggja mjer á hálsi fyrir að hafa eytt, í eitt skifti fyrir öll, við konungskomuna síðustu.

Annars hefi jeg ekki skap til að deila við þennan háttv. þm., en mjer finst oft mega segja um hann:

„Fátt hann getur gert vel,

gengur þó með spert stjel.“