17.03.1924
Efri deild: 21. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í C-deild Alþingistíðinda. (1900)

65. mál, Alþingistíðindi, niðurfelling umræðuparts

Forsætisráðherra (SE):

Jeg hefi áður lýst afstöðu minni til þessa máls. Jeg vildi aðeins taka það fram, að það er eigi alt af nóg að spara, heldur verður einnig að athuga, hvort sparnaðurinn borgar sig. Jeg álít rangt að loka þinginu fyrir þjóðinni. Jeg mundi hlýða óánægður á það, að mörg atkvæði yrðu greidd þessu máli hjer í hv. deild, ef jeg eigi vissi, að það strandar í hv. Nd. Skoða jeg það sem sjúkdóm á hv. Ed., að mál þetta skuli hafa fengið hjer svo góðan byr, en jeg veit, að heilbrigð skynsemi hv. Nd. mun taka í taumana. Og hvað sparnaðinum viðvíkur, þá kosta óþarfa umræður, eins og hjer hafa átt sjer stað um þetta mál, miklu meira fje.