17.03.1924
Efri deild: 21. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í C-deild Alþingistíðinda. (1905)

65. mál, Alþingistíðindi, niðurfelling umræðuparts

Ingibjörg H. Bjarnason:

Jeg er yfirleitt mjög á móti því að nota um of mælgi á þingi. Jeg er ein af átta, sem fer fram á þann sparnað, sem verður, ef umræðupartur Þingtíðindanna er ekki prentaður. Annars vil jeg leiðrjetta þann leiða misskilning hv. 5. landsk. (JJ), að það er sitthvað að láta í ljósi óánægju sína og að lýsa vantrausti sínu á einhverjum. Veit jeg líka, að hv. 5. landsk. þm. er það kunnugt, að jeg vildi frestun til undirbúnings í Staðarfellsskólamálinu, en var, eins og Þingtíðindin einmitt bera með sjer, málinu að öðru leyti hlynt. Vona jeg, að hv. 5. landsk. væni mig ekki um það, að jeg vilji ekki hlynna að bættum rjetti kvenna og aukinni mentun þeirra.