17.03.1924
Efri deild: 21. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 226 í C-deild Alþingistíðinda. (1913)

65. mál, Alþingistíðindi, niðurfelling umræðuparts

Guðmundur Ólafsson:

Mjer skildist hæstv. forsrh. (SE) halda því fram, að 60–70 þús. kr. sparnaður hefði engin áhrif á fjárhag þjóðarinnar nú, eða gengi hinnar íslensku krónu. Máske svo sje, en mjer þætti þá gaman að vita, hversu mikill tekjuhalli mætti vera á fjárlögunum, til þess að það hefði nokkuð að segja í því máli, að hans áliti. En hvernig sem annars er á þetta mál litið, þá finst mjer þó, að það væri góð byrjun að spara 60–70 þús. kr. á fyrsta þinginu, sem fyrir alvöru vill leggja inn á sparnaðarbrautina.