31.03.1924
Neðri deild: 38. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í C-deild Alþingistíðinda. (2024)

87. mál, einkasala á tóbaki

Björn Líndal:

Þótt jeg geti ekki talið mjer það til ágætis, að jeg eigi skilið að teljast stoð eða stytta frjálsrar verslunar, tel jeg mjer það til ágætis, að jeg er fríverslunarmaður, þótt jeg sje sömu skoðunar og hæstv. fjrh. (JÞ) um, að ekki beri nú að samþykkja lög um afnám einkasölunnar, þá er það hvorki af því, að jeg sje sósíalisti, nje heldur af flokksfylgi. Ástæðan er einungis sú, að jeg vil reyna verslunina í eitt ár til, úr því að hún einu sinni er komin á. Býst jeg þó fastlega við, að það verði þjóðinni til tjóns. Jeg hefi ekki trú á, að draugur þessi verði kveðinn niður fyr en þjóðin hefir rekið sig almennilega á. Vil jeg því bíða nokkuð enn. Álít jeg tíðar breytingar á löggjöf þjóðanna skaðlegar. Auk þess hefir einokun altaf reynst illa. Vil jeg láta reynsluna sanna mjer og öðrum enn betur, hvort jeg hefi haft rjett fyrir mjer eða ekki.