15.04.1924
Neðri deild: 51. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í C-deild Alþingistíðinda. (2127)

70. mál, ritsíma og talsímakerfi

Pjetur Ottesen:

Jeg hefi slegist í för með nokkrum hv. þm. og komið fram með eina vatill. við frv. þetta. Hún er um það, að lögð verði ný lína frá Hesti í Borgarfirði að Hóli í Lundarreykjadal. Jeg hefi leitað upplýsinga hjá landssímastjóra um vegalengdina og línustæðið, og hefir hann svarað fyrirspurnum mínum með svohljóðandi brjefi:

„Frá Hesti að Hóli í Lundarreykjadal eru 14,5 km., þar af ný stauraröð 13,3 km., að Lundi um 2 km. styttri.

Lína að Lundi mun kosta um 12 þús. krónur og um 2000 krónum meira að Hóli.

Bygging þessarar línu virðist eigi bundin neinum erfiðleikum.“

Þetta er þá álit landssímastjórans um kostnaðinn við að leggja þessa línu, og er hann, eins og hv. þdm. sjá, ekki ýkjamikill. Þessi brtt. mín miðast við það, að ef línan er lögð til þessa staðar, þá er hún enn framar í dalnum. Þetta er þeim mun nauðsynlegra sem þarna eru bæði mjög slæmir vegir og sveitin afskekt, og því ómetanlegt gagn að geta komið þar við síma.

Skal jeg svo ekki orðlengja þetta meira, en vonast til, að hv. þd. taki ekki ver þessari till. en öðrum, sem nú eru fram komnar.