15.04.1924
Neðri deild: 51. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 497 í C-deild Alþingistíðinda. (2145)

70. mál, ritsíma og talsímakerfi

Fjármálaráðherra (JÞ):

Hæstv. atvrh. (MG) hefir raunar tekið af mjer ómakið, en þó vildi jeg minnast dálítið frekar á símalagningu í sumar, án heimildar í fjárlögum, sem hjer hefir orðið að umtalsefni. Jeg vil í þessu sambandi geta þess, að eitt mitt fyrsta verk sem ráðherra var að ávísa 123 þús. kr. til símalagninga árið 1923. En það ár voru heimilaðar til slíkra framkvæmda 20 þús. kr. á fjárlögum. Og jeg vildi mega óska þess, að sá, sem verður fjrh. eftir 12 mánuði hjer frá, þurfi ekki að verða fyrir slíku. Það er því betra fyrir hv. þm. V.-Ísf. að búast við því, að ekki verði eytt meiru fje til síma en veitt er á fjárlögum, nema þá til óhjákvæmilegs viðhalds og starfrækslu.