15.04.1924
Neðri deild: 51. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 498 í C-deild Alþingistíðinda. (2146)

70. mál, ritsíma og talsímakerfi

Hákon Kristófersson:

Þetta mál hefir nú verið skýrt svo rækilega, að jeg þarf þar engu við að bæta. Þó vil jeg undirstrika það, að þó eitthvað verði samþykt af þeim línum, sem á frv. standa, þá kemur ekki til nokkurra mála að þær verði lagðar á næstu árum, svo að því leyti er hjer um pappírslög að ræða.

En í sambandi við ummæli hv. þm. V.-Ísf. um það, að setja ætti skóla að Staðarfelli, þá er mjer ekki kunnugt um, að svo hafi verið ákveðið. Og ef þetta á að skilja þannig, að hjer sje átt við skóla fyrir Vesturland, sem reistur sje fyrir gjöf frú Herdísar Benedictsen, þá mótmæli jeg því. Hvorki þing nje stjórn hafa nokkra heimild til þess að setja þennan skóla á stofn að Staðarfelli nje annarsstaðar með því að blanda gjöf frú Benedictsen saman við aðrar óskyldar gjafir.