20.03.1924
Neðri deild: 28. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 501 í C-deild Alþingistíðinda. (2155)

96. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Magnús Torfason:

Jeg hefi í raun og veru ekkert á móti þessu frv. það er áreiðanlega komið fram til þess að gæta rjettar útgerðarmanna, annara en botnvörpueigenda. Þessir útgerðarmenn þurfa varnar við, og er því ekki nema rjett og gott að sýna lit á að veita þeim vörn. En eitt vil jeg benda nefndinni á, sem fjallar um þetta frv. Hjer er stórum þyngd hegning á íslenskum togaraskipstjórum, án þess að slíkum hegningarákvæðum verði beitt við erlenda lögbrjóta. Og það, sem gerir þetta ennþá varhugaverðara, er, að þungar kvaðir hafa verið lagðar á íslenska fiskiflotann, sem ekki ná til hins erlenda. Er því athugavert að ganga langt á þessari braut.