18.03.1924
Efri deild: 22. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 575 í C-deild Alþingistíðinda. (2216)

89. mál, sveitarstjórnarlög

Flm. (Ingvar Pálmason):

Jeg verð að segja fáein orð viðvíkjandi ræðu háttv. þm. A.-Húnv. Jeg kannast við, að samkvæmt frv., þar sem ákveðið er, að niðurjöfnun fari fram í febrúar, er hæpið, að hreppsnefndirnar hafi aðgang að nýjustu skattskrám. En annað aðalatriðið, sem fyrir mjer vakti, var, að kærur til sýslunefnda þyrftu að ná til sýslunefnda sama árs. Í mínu kjördæmi eru sýslufundir venjulega haldnir síðari hluta apríl eða í byrun maí. Ef niðurjöfnun sveitarútsvars fer ekki fram fyr en í apríl, ná kærur ekki á sýslufund. Tímaatriðið er mjer ekkert kappsmál, en fyrir mjer vakti, að ekkert ræki sig á, og mun jeg fúslega ganga inn á að færa tímatakmarkið eitthvað fram; þó ekki lengra en svo, að trygt sje, að kærur nái til sýslunefnda.