01.04.1924
Efri deild: 36. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 600 í C-deild Alþingistíðinda. (2245)

112. mál, niðurfall nokkurra embætta

Einar Árnason:

Það var aðeins stutt athugasemd út af því, að minst var á ákvæði nýja vegalagafrv. um það, að vegamálastjóra væri fenginn fastur aðstoðarmaður. Ákvæði þetta er ekki nýtt. Samgmn. hnaut um þetta í frv., en þegar hún sá, að ákvæðið var gamalt, þá ljet hún það standa, því að hún leit svo á, að í framkvæmdinni yrði það þannig, að vegamálastjóri hefði því aðeins aðstoðarmann, að um svo mikil störf væri að ræða, að það þætti óhjákvæmilegt.