02.05.1924
Efri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 687 í C-deild Alþingistíðinda. (2299)

39. mál, kosningar til Alþingis

Forsætisráðherra (JM):

Það er rjett til getið hjá hv. frsm. (JJ), að jeg geti ekki látið uppi álit mitt um einstök atriði, sem hjer er um að ræða. Jeg hefi átt tal við hv. nefnd um tvo kjördaga og það, sem að þeirri tilhögun lýtur, og verð jeg að segja, að mjer kom það nýstárlega fyrir. Getur þó vel verið, þegar maður íhugar þetta nánar, að manni þyki það ekki eins óaðgengilegt.

Það eitt get jeg sagt um málið, að það er sjálfsagt, að stjórnin rannsaki kosningalögin og þá um leið, hvaða breytingar megi á þeim gera. Skilst mjer, að hv. allshn. muni gera sig ánægða með þessa yfirlýsingu.