14.04.1924
Neðri deild: 50. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 761 í C-deild Alþingistíðinda. (2368)

54. mál, vinnutími í skrifstofum ríkisins

Jón Baldvinsson:

Jeg hefi alt af verið þeirrar skoðunar, að ef rökstudd dagskrá verður samþ., væri það mál, sem hún ætti við, þegar fallið. Þannig hefði jeg líka skilið það, ef dagskrá allshn. við 2. umr. hefði verið samþ., væri þá frv. þar með fallið. Þessi dagskrá hv. 1. þm. Árn. innifelur í sjer alls ekkert traust til stjórnarinnar, og það er alls ekki rjett hjá hv. 2. þm. Árn. (JörB), að í dagskrá allshn. hafi staðið „í fullu trausti“. Það var ekki orðað þannig heldur „í trausti þess“ o. s., frv., enda hefði ekki þýtt að bera hana undir atkvæði, hefði verið til þess ætlast, að hún lýsti nokkru trausti, hvað þá fullu, á stjórninni.