14.04.1924
Neðri deild: 50. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 761 í C-deild Alþingistíðinda. (2369)

54. mál, vinnutími í skrifstofum ríkisins

Forsætisráðherra (JM):

Það voru aðeins smávægilegar aths., og enda eigi þess vert að tefja lengur þessar umr. Hv. þm. Str. (TrÞ) gerir sig sannarlega ánægðan með lítið, ef hann er ánægður yfir þessu. Það hefir æði oft komið fyrir aðra ráðherra, sem hv. þm. Str. (TrJ) hefir verið allant um, að stjfrv. þeirra hafa verið feld fyrir þeim. En hjer var eigi því að heilsa um prentun Þingtíðandanna. Það var ekkert stjfrv., og auk þess þann veg vaxið, að engum hefði dottið í hug að gera það að fráfararefni. Jeg ætla ekki að fara í deilur við hv. þm. Str. (TrJ) um sparnaðinn. Það er sjálfsagt gott að vera sparnaðarmaður, en jeg veit þó ekki, hvort það eitt er einhlítt, og í öðru lagi býst jeg ekki við, að það hafi átt að vera sneið til mín, þótt hv. 1. þm. Árn. (MT) kæmist þannig að orði, og tek jeg það því alls ekki til mín. Hitt, að umrætt frv. var felt á þeirri stundu, sem jeg var að taka sæti hjer sem formaður stjórnarinnar, finst mjer fremur vera atburður einn, en ekki neitt jarteikn.