14.04.1924
Neðri deild: 50. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í C-deild Alþingistíðinda. (2370)

54. mál, vinnutími í skrifstofum ríkisins

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Það var aðeins stutt aths. út af orðum hv. 2. þm. Reykv. (JBald). Jeg held hann hafi komist þannig að orði, að jeg hafi verið með dagskránni í fullu trausti til stjórnarinnar. Jeg man ekki nákvæmlega, hvernig hann orðaði það. Jeg og fleiri aðrir fylgdum dagskránni vegna þess, að við treystum stjórninni fyllilega til þess að gera það, sem þar var farið fram á. Jeg skal þó, að gefnu tilefni, gjarnan undanskilja hv. 2. þm. Reykv. (JBald) í því efni, hvað fyrir honum hafi vakað með dagskrána, því jeg vil ógjarnan verða til þess, að blettur falli á hans skygða skjöld í þessu máli.