14.04.1924
Neðri deild: 50. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í C-deild Alþingistíðinda. (2372)

54. mál, vinnutími í skrifstofum ríkisins

Hákon Kristófersson:

Jeg hefi ekki blandað mjer inn í þessar orðasennur, en það mun sýna sig við atkvgr., hvernig jeg lít á það mál, hvort menn eigi að vinna fyrir því kaupi, sem þeim er greitt, eða ekki. Jeg vil skjóta því til hæstv. fjrh., hvort hann eigi sjái sjer fært að laga eitthvað vinnubrögðin í bönkunum. Það mun vera t. d. þannig nú, að Landsbankanum er lokað kl. 3 síðd. alla virka daga, nema á laugardögum, þá er honum lokað kl. 1 e. h. Þetta fyrirkomulag virðist vera óhæft og kemur allilla niður á viðskiftamönnum bankanna, einkum þeim, sem utanbæjar eru og máske langt að, utan af landi, og verða því að bíða eftir afgreiðslu langt úr hófi fram, oft og mörgum sinnum.