14.04.1924
Neðri deild: 50. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í C-deild Alþingistíðinda. (2373)

54. mál, vinnutími í skrifstofum ríkisins

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg skal fúslega taka þessi orð hv. þm. Barð (HK) til athugunar. Jeg skildi hann svo, sem hann kvartaði aðallega yfir því, að bankarnir væri ekki nógu lengi opnir til afgreiðslu, eins og heppilegast væri fyrir viðskiftamenn þeirra. En jeg veit ekki, hvort háttv. þm. á við það, að ekki sje lengur unnið en þetta, og má hann vita, að svo er. Það er mikið unnið eftir að bönkunum er lokað eftir afgreiðslu. (HK: Það var óþarft að taka þetta fram, jeg vissi það vel.)