21.02.1924
Neðri deild: 5. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 910 í C-deild Alþingistíðinda. (2425)

15. mál, skipun barnakennara

Forsætisráðherra (SE):

Þetta frv. er einnig runnið frá mentamálan. 1920. Aðalbreytingarnar, sem þetta frv. fer fram á, eru, að gerðar eru strangari kröfur til barnakennara. Samkvæmt gildandi lögum á kennari, sem hefir stundað kenslu í 3 ár og hefir vottorð sóknarprests um, að hann sje hæfur til kenslunnar, rjett á að vera skipaður barnakennari. En þessi rjettur er nú burt fallinn, en í ákvæðum um stundarsakir er þó ákveðið, að skipa megi kennara, þó hann fullnægi ekki öllum skilyrðum. Ennfremur eru ný ákvæði um frávikningu kennara.