08.03.1924
Neðri deild: 18. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í C-deild Alþingistíðinda. (2430)

40. mál, útflutningur hrossa

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Jeg hefi ekki annað að segja fyrir hönd meirihl. landbn. en stendur í nál., að nefndin leggur til, að frv. verði samþykt. En frá mjer sjálfum vil jeg bæta því við, að mjer var þeim mun ljúfara að leggja þetta til, sem jeg var einn af þeim, er stuðluðu að því, að þessi undanþága væri í fyrra sett inn í lögin frá 3. nóv. 1915, þótt ekki næði hún þá fram að ganga. Jeg álít, að með bráðabirgðalögunum, sem stjórnin gaf út í vetur, hafi hún viðurkent, að nauðsynlegt hafi verið að taka þetta ákvæði upp í lögin sjálf. Jeg tel annars óþarft að fara fleiri orðum um þetta frv., og vænti þess, að það verði samþykt án frekari málalenginga.