19.02.1924
Efri deild: 3. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 915 í C-deild Alþingistíðinda. (2436)

14. mál, blöndun ilmvatna

Forsætisráðherra (SE):

Það hefir komið í ljós, að þær vörur, sem hjer um ræðir, hafa verið notaðar til drykkjar, og hefir því verið stungið upp á því að blanda þær með kolokvintextrakt og þar með gera þær ódrekkandi.

Mönnum til viðvörunar er í frv. ætlast til, að límdur verði miði á umbúðir þessara vara, sem segi til um blöndunina. Þessi aðferð mun víða höfð, t. d. í Danmörku. Leyfi jeg mjer að vænta þess, að frv. þessu verði vísað til allshn., að lokinni þessari umr.