07.03.1924
Neðri deild: 17. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 923 í C-deild Alþingistíðinda. (2448)

14. mál, blöndun ilmvatna

Forsætisráðherra (SE):

Ástæðan fyrir því, að stjórnin hefir lagt þetta frv. fyrir Alþingi, er sú, að töluverð brögð hafa verið að því, að ilmvötn þessi hafa verið notuð til drykkjar, en með þessu er verið að koma í veg fyrir það, enda stafar hin mesta óhollusta af því, að þau sjeu drukkin.

Jeg legg til, að frv., að lokinni umr., verði vísað til hv. allsherjarnefndar.