26.04.1924
Efri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1006 í C-deild Alþingistíðinda. (2509)

34. mál, sendiherra í Kaupmannahöfn

Jónas Jónsson:

Það gleður mig mjög, að eiga von á nánari skýringu á þessu máli, þegar það kemur í allshn. Sje jeg ekki þörf á því að svara mörgu í ræðu hv. 1. landsk. (SE). Hann hefir ekki hrakið mál mitt. Danir fara með utanríkismál vor og undirrita fyrir vora hönd samninga við erlend ríki. Vjer höfum sent Svein Björnsson og Einar H. Kvaran til Spánar, til þess að gefa upplýsingar í bannmálinu. En danski sendiherrann gerði samninginn. Vjer getum ekki notað sendiherra vorn frekar en aðra skynsama menn, sem gefa dönskum sendiherrum upplýsingar um íslensk mál.