03.03.1924
Neðri deild: 13. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1015 í C-deild Alþingistíðinda. (2518)

58. mál, stofnun háskóla

Jón Kjartansson:

Það er aðeins lítil aths. viðvíkjandi orðum hv. þm. Str. (TrÞ). Mjer þykir það leiðinlegt, að sama hugsunarvillan skuli koma fram hjer í þessari hv. deild og í hv. Ed. fyrir skömmu síðan, þessi, að það sje þingsins hlutverk að flytja menn á milli embætta. Jeg hefði búist við því, að hv. þm. væri það öllum ljóst, að með því væri þingið farið að grípa inn í verkahring umboðsvaldsins. Frv. hv. 1. þm. Reykv. (JÞ) er að þessu leyti bygt á hárrjettum grundvelli. Hitt er brosleg firra, sem komið hefir fram í hv. Ed., því Alþingi getur aðeins lagt óþörf embætti niður, en það er umboðsvaldsins að færa menn á milli embætta, sbr. 16. gr. stjórnarskrárinnar.