03.03.1924
Neðri deild: 13. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í C-deild Alþingistíðinda. (2521)

58. mál, stofnun háskóla

Jón Kjartansson:

Jeg vildi aðeins benda hv. þm. Str. (TrÞ), sem er nýbúinn að vinna eið að stjórnarskrá landsins, á það, að þetta ákvæði, sem hjer er um að ræða, er þar að finna. Mun hann þó væntanlega kannast við, að stjórnarskránni verður ekki breytt með einföldum lögum, og ef hann vill taka þetta vald frá umboðsvaldinu, verður hann að gera það með breyting á stjórnarskránni.