29.02.1924
Neðri deild: 11. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1075 í C-deild Alþingistíðinda. (2555)

35. mál, afnám kennaraembættis í hagnýtri sálfræði

Forsætisráðherra (SE):

Jeg skal ekki hætta mjer langt inn í þann eilífa eld, sem hjer virðist vakinn. Þegar þetta embætti var stofnað, greiddi jeg atkv. gegn því. En jeg lít svo á, að nú, þegar það hefir eitt sinn verið stofnað og veitt á nafn, þá sje ekki fært, vegna virðingar þingsins, að leggja það niður að svo stöddu. Öðru máli væri að gegna, ef eitthvert embætti losnaði, sem þessu væri skylt. Þá væri gott, ef þáverandi stjórn færi þess á leit við þennan mann, að hann tæki við því embætti.

Jeg skal svo ekki fara lengra inn á þetta mál, en vil aðeins bæta því við, að jeg álít, að hjer sje um mjög góðan mann og starfhæfan að ræða.