01.03.1924
Neðri deild: 12. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1107 í C-deild Alþingistíðinda. (2574)

42. mál, einkasala á áfengi

Forsætisráðherra (SE):

Jeg barðist á sínum tíma gegn stofnun þessa embættis, og leit svo á, að eftirlitið með lyfsölubúðunum mundi framvegis vera hjá landlækni. Ráðningartími Mogensens er rjett útrunninn, og var ekki við að búast, að hann rjeði sig fyrir styttri tíma, þar sem hann varð að hætta við lyfsölubúð sína á Seyðisfirði. Ef sameiningin þætti ráðleg, þá væri því ekkert til fyrirstöðu, að hún væri gerð nú. það mundi og engu skifta, þó greiða þyrfti Mogensen ½ ár laun eða svo, því vitanlega verður hann að fá laun fyrir allan ráðningartímann, en sameiningin yrði væntanlega ekki komin í kring, þó gerð yrði, fyrr en sá tími væri útrunninn.