01.03.1924
Neðri deild: 12. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í C-deild Alþingistíðinda. (2582)

42. mál, einkasala á áfengi

Forsætisráðherra (SE):

Jeg skal, út af þessum ágreiningi um lögin frá 1899, geta þess, að bráðum fæst hæstarjettardómur í því máli. Kona nokkur hjer í bænum, sem hafði vínsöluleyfi eftir gömlu lögum, tók, ekki fyrir alllöngu síðan, að veita hjer vin. Stjórnin ljet höfða mál á móti henni og var það dæmt í undirrjetti á þá leið, að hún hefði enga heimild til vínveitinga. Hefir stjórnin því stuðning þarna í nýfeldum dómi. Annars þýðir ekki að deila lengur um þetta hjer, því vel má bíða, þar til hæstirjettur leggur úrskurð sinn á málið. En fastlega býst jeg við því, að hæstirjettur líti eins á málið.