23.04.1924
Efri deild: 53. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 921 í B-deild Alþingistíðinda. (264)

1. mál, fjárlög 1925

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg tel mjer skylt að skýra frá því, samkvæmt þar um fengnum upplýsingum frá háttv. 2. þm. Reykv. (JBald), að sá kvöldskóli, sem hv. 2. þm. G.-K. (BK) talaði um í ræðu sinni, er nú hættur störfum og var alt annað en þessi kvöldskóli verkamanna, sem hjer er í fjárlagafrv. Hann er að vísu ekki stofnaður ennþá, en það er í ráði, að honum verði komið á fót á næsta hausti.