23.04.1924
Efri deild: 53. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 924 í B-deild Alþingistíðinda. (266)

1. mál, fjárlög 1925

Atvinnumálaráðherra (MG):

Út af orðum hv. 2. þm. G.-K. (BK) skal jeg aðeins taka það fram, að stjórnin telur sig ekki bundna við till. samgmn., en telur sjer hinsvegar skylt að fara eins nærri þeim og hægt er. En hv. þm. A.-Húnv. (GÓ) svara jeg því, sem hann sagði um þessar 4 þús. kr. aukatekjur eins embættismanns hjer, að það er samkvæmt samningi, sem gerður var við þennan embættismann, sem er aðalpóstmeistarinn í Reykjavík, þegar hann tók við embætti, en síðan eru liðin 20 ár.