26.02.1924
Neðri deild: 8. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1201 í C-deild Alþingistíðinda. (2666)

30. mál, þingfararkaup alþingismanna

Jón Kjartansson:

Hv. þm. Str. (TrÞ) hljóp upp áðan, eins og svo oft áður þessa fáu daga, sem þingið hefir setið. En alt, sem hann sagði viðvíkjandi ræðu minni, var bygt á herfilegum misskilningi. Jeg tók það einmitt fram, að hinn hái ferðakostnaður fyrv. þm. V.-Sk. hefði stafað af sjúkdómi hans, sem hefði valdið því, að hann gat ekki hagað ferðalagi sínu öðruvísi. Og svo vel þekki jeg sýslumann V.-Sk. persónulega, að mjer hefði síst komið til hugar að væna hann þess að gefa of háa ferðareikninga.