05.05.1924
Neðri deild: 63. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1264 í C-deild Alþingistíðinda. (2742)

83. mál, fátækralög

Forseti (BSv):

Jeg vil benda hv. 2. þm. Reykv. (JBald) á það, að krefjast má þess, að mál, sem forseti hefir ekki tekið á dagskrá, sje á hana tekið, ef 6 þm. krefjast þess skriflega og gera till. um ákveðna dagskrá, og skal í byrjun næsta fundar greiða atkv. um þá till. umræðulaust. Skal jeg nú bíða þess, að hv. þm. (JBald) safni undirskriftum undir þá till., ef hann æskir þess. (JBald: Það má fara bónarveg til forseta). Víst er svo, að bónarleið má fara til forseta í þessu efni, en jeg er sammála hæstv. atvrh. (MG) um það, að þýðingarlaust muni vera að taka þetta stórmál til umr. nú þegar, þegar þm. eru á förum. Og jeg get bætt því við, þó að það snerti ekki þingsköp, að venjulegast vill teygjast alllengi úr umr. um sveitarstjórnarmál, og því minni ástæða til að ætla, að hægt sje að ljúka þessum umr. nú á skömmum tíma.