05.05.1924
Neðri deild: 63. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1264 í C-deild Alþingistíðinda. (2743)

83. mál, fátækralög

Jón Baldvinsson:

Jeg vil nú samt fara fram á það við hæstv. forseta (BSv), að hann taki þetta stórmál á dagskrá. Því er jafnlangt komið og hinu stórmálinu, sem nú var verið að samþ. til 3. umr., og jeg sje ekki ástæðu til að fresta þessu máli frekar en því. Hinsvegar get jeg búist við, að hv. þm. sjeu svo óðfúsir til að hlaupast á brott af þingi, að þeir verði tregir til að undirskrifa till. um að taka málið á dagskrá. En jeg vænti þess, að hæstv. forseti lofi þessum tveim málum að fylgjast að.