17.03.1924
Neðri deild: 25. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (2862)

78. mál, kennsla heyrnar og málleysingja

Jón Baldvinsson:

Það er aðeins örstutt fyrirspurn til hv. þm. Str. (TrÞ).

Eins og mönnum er kunnugt, var skóli þessi fyrir nokkrum árum fluttur til Reykjavíkur. Nú myndi mjer þykja fróðlegt að heyra, hvort hv. fjvn. hefir rannsakað ástæðurnar fyrir því, að svo var gert. En það væri broslegt, ef landið færi nú að selja góða eign, sem það á hjer fyrir skólann, og flytja hann aftur upp í sveit, ef það svo reyndist ógerningur að hafa hann þar, svo að flytja þyrfti hann að nýju.