29.04.1924
Neðri deild: 58. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1011 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

1. mál, fjárlög 1925

Pjetur Ottesen:

Það hefir verið hnitmiðað þannig niður, að þó fjárlögin fari í sameinað þing, getur þingi orðið slitið um næstu helgi, ef umræðum um þetta mál er lokið í kvöld eða nótt. Þó að atkvgr. ein bíði morguns, ætti það að geta náðst alt að einu. Ef teygist mikið úr umr. á morgun, sem gera má ráð fyrir að verði, þá er mjög hætt við því, að ekki verði náð því takmarki að ljúka við fjárlögin um næstu helgi og að þingið lengist þar af leiðandi um nokkra daga. Hinsvegar skal jeg viðurkenna, að nokkrar ástæður eru fyrir þessari ósk hv. þm. Dala. (BJ), en það er samt sem áður leitt að þurfa að lengja þingið af þessum sökum. En þar sem sumir hv. þm. eru þegar gengnir frá áskorun sinni, þá en nokkurn veginn sýnilegt, að það nær fram að ganga.