09.04.1924
Neðri deild: 46. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í D-deild Alþingistíðinda. (2893)

103. mál, endurheimt ýmsra skjala og handrita

Jón Baldvinsson:

Það er mjög leitt að fá ekkert að heyra frá stjórninni sjálfri, þegar rætt er um áskoranir til hennar. En mjer þykir rjett að taka undir orð þeirra manna, sem eigi vilja að farið sje fram með ofsa eða ógangi í þessu máli, einkum þegar hæstv. forsrh. (JM) er hjer alls eigi við staddur. Það gæti vel hugsast, er hann færi að kynna sjer ræðu hv. þm. Str. (TrÞ) og sjer, hversu fast hann kveður að orði, að hann gengi feti lengra í kröfum sínum á hendur Dönum, og færi yfirleitt fram með meiri frekju en þingið ætlast til af honum. Þetta vil jeg undirstrika, svo að þeirri hætti verði afstýrt, sem jeg gat um áðan.