29.04.1924
Neðri deild: 58. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1011 í B-deild Alþingistíðinda. (290)

1. mál, fjárlög 1925

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Jeg geri ráð fyrir því, að við hv. þm. Dala. (BJ) þurfum enn að tala saman, og þykir mjer leitt að meina honum það. En jeg get líka sagt, að jeg er ekki vel frískur, en skyldi þó leggja það á mig að vera hjer í kvöld. En þar sem gera má ráð fyrir, að þessum umræðum verði frestað til morguns úr því sem komið er, þá vildi jeg skjóta því til hæstv. forseta (BSv), hvort hann gæti ekki komið því svo fyrir, að fundurinn gæti byrjað í fyrramálið, svo að hægt væri fremur að afgreiða fjárlögin um næstu helgi, þótt þau kæmust í sameinað þing.