25.04.1924
Neðri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í D-deild Alþingistíðinda. (2915)

131. mál, slysatryggingar

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg vildi aðeins taka fram, að litlar líkur eru til, að stjórnin flytji frv., enda er till. þannig orðuð, að það getur varla hafa verið meining flm. hennar. Skiladagur frv. er sem sje ákveðinn sá sami, sem þingið kemur saman, en eftir það er of seint að koma fram með stjórnarfrv. Til þess að það væri mögulegt, yrði frv. að koma frá nefndinni t. d. um áramót næstu. Þetta gerir auðvitað ekki svo mikið til, því hv. flm. (JBald) getur vel flutt það sjálfur.