25.04.1924
Neðri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í D-deild Alþingistíðinda. (2918)

131. mál, slysatryggingar

Flm. (Jón Baldvinsson):

Það er hjer að ræða um áskorun til stjórnarinnar, sem jeg býst við, að henni sje ljúft að taka til greina. Till. er einmitt þessháttar áskorun til stjórnarinnar, sem hæstv. fjrh. (JÞ) talaði um. Annars veit jeg ekki betur en að algengt sje að orða þál. á þessa leið, og algengt að veita fje með þál. tillögum, sem hafðar eru um 2 umr. í hvorri deild, og þá er það auðvitað útgjaldaskipun.