16.04.1924
Neðri deild: 52. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í D-deild Alþingistíðinda. (3044)

125. mál, hressingarhæli fyrir berklaveika

Flm. (Magnús Jónsson):

Jeg skal ekki þreyta hv. deild með langri ræðu. Aðeins vil jeg geta þess, út af ummælum, sem fjellu við fyrri umr. málsins, um að jörðin myndi of ljeleg, að jeg hefi síðan átt tal um þetta við forstöðukonu Hringsins; kvað hún þetta að vísu ekki vera rannsakað til fulls, en bjóst þó við, að vel mætti við jörðina una, og þar sem henni væri svo vel í sveit komið, þá taldi hún mjög æskilegt, að hælið yrði þar.