30.04.1924
Neðri deild: 59. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1091 í B-deild Alþingistíðinda. (310)

1. mál, fjárlög 1925

Pjetur Ottesen:

Jeg þarf að leiðrjetta það, sem hv. þm. V.-Ísf. (ÁÁ) sagði, er hann mælti með styrk til þessara þriggja sjúkraskýla, er hann tók þó ekki upp í rjettri röð; en jeg hugsa þó, að við höfum báðir haft hinar sömu heimildir fyrir okkur. Það var áðan skotið seðli til mín, þar sem þetta var alt ritað á, og jeg hygg, að það sje rjettast, sem þar stendur, en það er svona:

„Um sjúkraskýlin: Vestur-Skaftfellingar þurfa að fá sjúkraskýli til þess að losna við lækninn sinn. Borgfirðingar þurfa að fá sjúkraskýli til þess að halda sínum lækni. Flateyingar þurfa að fá sjúkra skýli til að fá lækni til sín í hjeraðið.“

En fjárveitinganefnd hefir þrætt hinn gullna meðalveg í þeim till., sem hún hefir gert um þetta mál, og er það eftirbreytnisvert fyrir þessa hv. þingdeild.