28.03.1924
Efri deild: 31. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 188 í D-deild Alþingistíðinda. (3110)

106. mál, Landsbókasafnið

Flm. (Jónas Jónsson):

Jeg vil beina þeirri fyrirspurn til hæstv. forsrh. (JM), sem annars hefir tekið mjög vel í málið, hvort ekki mætti vænta þess, að hann greiði úr því á líkan hátt og nefndin 1919 fór fram á. Því að það skiftir vitanlega öllu máli hjer, hvort stjórnin vill sinna því eða ekki.

Þar sem hv. 1. landsk. (SE), sem þekkir núverandi landsbókavörð mjög vel, hefir lýst því yfir, að hann muni vilja fara úr embættinu, þá vil jeg einnig beina þeirri spurningu til hæstv. forsrh. (JM), hvort hann muni ekki taka þá ósk mína til greina að skipa í embætti þetta dugandi mann, með það jafnframt fyrir augum, að það væri sparnaður fyrir ríkissjóð.