04.04.1924
Sameinað þing: 3. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í D-deild Alþingistíðinda. (3126)

41. mál, takmörkun nemenda í lærdómsdeild

Flm. (Jónas Jónsson:

Jeg vil aðeins leyfa mjer að benda á það, að þessi rökstudda dagskrá er einungis fram komin til að hindra, að hægt sje að spara nokkuð á skólahaldinu í ár og til að slá á frest öllum framkvæmdum, sem miða að því að takmarka aðsóknina. Þetta villir því aðeins málið og tefur fyrir því, og enda liggur eins beint fyrir að bera fram áskorun til stjórnarinnar um þessi efni í þál. Mun jeg því greiða atkv. mitt á móti dagskránni, og vænti, að aðrir hv. þm. geri hið sama.