07.03.1924
Efri deild: 13. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 283 í D-deild Alþingistíðinda. (3166)

64. mál, skrifstofur landsins í Reykjavík

Flm. (Jónas Jónsson):

Út af þeim ummælum hv. þm. Seyðf. (JóhJóh), að honum væri ekki kunnugt um, hvort húsrúmið í Landsbankahúsinu væri eins vel hæft fyrir skrifstofur hans eins og hans eigið hús, vil jeg leggja það til, að þessari umr. verði frestað og till. vísað til fjvn., þar sem hv. þm. Seyðf. er sjálfur formaður, svo að sú nefnd geti rannsakað, hvort húsrúm Landsbankans muni ekki vera forsvaranlegt fyrir skrifstofur hv. þm. (JóhJóh).