05.05.1924
Sameinað þing: 5. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 398 í D-deild Alþingistíðinda. (3225)

104. mál, fækkun ráðherra

Björn Líndal:

Jeg vil aðeins minna á, að síðast, þegar þetta mál var hjer til umræðu, lagði jeg til, að því yrði vísað til stjórnarinnar. Vænti jeg þess, að hv. þm. samþykki þá till. Annars vil jeg ekki eyða orðum að ræðu hv. 5. landsk. (JJ). Vil jeg þó benda á, að það er tvent ólíkt að breyta stjórnarskránni og að brjóta hana. Jeg vil einnig vekja athygli hv. 5. landsk. (JJ) á því, að við sem nú sitjum í fyrsta sinn á þingi, erum algerlega óbundnir af fyrri orðum samherja okkar í Íhaldsflokknum.