02.05.1924
Efri deild: 61. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1113 í B-deild Alþingistíðinda. (324)

1. mál, fjárlög 1925

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Þar sem meiri hl. hv. deildar hefir óskað þess, að fjárlagafrv. fari ekki til Sþ. vegna brtt. hv. 5. landsk. (JJ), þá vil jeg leyfa mjer að óska þess, að hann taki hana aftur; en jafnframt vil jeg skora á hæstv. stjórn, að hún leiti eftir á samþykkis þingsins fyrir því að greiða hjeraðslækninum í Reykjavík 1500 kr. þóknun fyrir kenslu hans við háskólann, eins og þessi háttv. deild hafði áður samþykt. Vona jeg, að hæstv. stjórn geti orðið við þessum tilmælum mínum, og eins hv. 5. landsk., um að taka till. aftur, þegar hann hefir heyrt svör hæstv. stjórnar.