05.05.1924
Efri deild: 62. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 422 í D-deild Alþingistíðinda. (3248)

146. mál, frestun á embættaveitingu

Forsætisráðherra (JM):

Eins og hv. flm. (JJ) sjálfur kannaðist við, er till. þessi alt of víðtæk. Jeg álít, að það væri sjálfsagt að fresta að veita þau embætti, sem líkur væri fyrir, að leggja mætti niður eða færa saman. En það eru mjög mörg embætti, sem ómögulegt er að leggja niður eða færa saman við önnur embætti. Svo er t. d. um læknisembætti yfirleitt og sum sýslumannaembætti. Enn má minna á það, að söfnuðirnir hafa mikil ráð um veitingu prestakalla, þótt það gæti komið til mála að færa saman einstöku prestsembætti.

Annars mun stjórnin taka þetta mál til athugunar.