05.05.1924
Efri deild: 62. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 424 í D-deild Alþingistíðinda. (3253)

146. mál, frestun á embættaveitingu

Sigurður Eggerz:

Jeg tel það óheppilegt, að till. væri feld, því að jeg tel það rjett að fresta að veita embætti, sem hægt er að láta standa óveitt í bili. En hinsvegar finst mjer von, að stjórnin vilji ekki skuldbinda sig til þess að veita alls engin embætti, því að það er vitanlegt, að því er svo farið um mörg embætti, að það má alls ekki draga að veita þau, ef þau losna. T. d. er eitt embætti nú laust, sem ómögulegt er að sameina við nokkurt annað embætti. Það er sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum. Mjer finst því, að það væri heppilegasta lausn málsins að vísa því til stjórnarinnar, úr því að till. verður ekki tekin aftur.